Nei, þessi bíll er framdrifinn.
Vélin er skemtileg af því leiti að þessir mótorar voru bigðir með 8-6-4 kerfinu, beinni innspítingu en mótorinn er samt svolítið samkynhneigður, þar sem blokkin er ál en heddin eru stál. Weird, I know.
4.6L mótorinn er samt ögn skárri, fínt power og svona, en Eldoradoarnir og Sevillurnar á þessum tíma syrgja mig ávalt með þessu óheppilega framdrifi.
Ef þú vilt Cadillac, mæli ég með Fleetwood Braugham eða deVille, hægt er að fá báða í coupe útfærslu sem gerir þá skemtilegri.
Fleetwoodinn og deVillan eru báðir afturhjóladrifnir, og hægt er að fá þá með þessari klassísku V8 350 c.in.
Cadillac eru snilldarbílar, enda á ég einn sjálfur sem er í uppgerð, sem er coupe deVille '80 með strókaðan 501 o.s. .030.
Varðandi innfluttningskostnað, þá er það rétt að það tekur því varla að flytja inn svona ódýran bíl, frekar að hækka kröfurnar aðeins.
Ef þú notar miðlara (sem borgar sig) geturu vel reiknað með $800,00 - $1000,00. Verð bílsins, flutningskostnaður sem fer aldrei undir 110.000 krónur.
Verð bílsins og flutningskostnaður fer svo hvortveggja í tolla.
Þessi bíll er í hæðsta tollflokki, og er því 40% tollur af honum sem er bílverð + fluttningur.
Ofan á það er VSK sem er að sjálfsögðu 24,5%
Þar ofaná kemur vörugjald sem er um 10%
Nýskráning + fyrsta skoðun er um 30.000 - 50.000 kr. ef ég man rétt.
Númeraplöturnar 5200 kr.
Svo er ábyggilega eitthvað sem ég gleymi, einhverjir liðir.
Reiknum dæmið:
(Miðum dollara við 70 krónur)
500+800=1300 (Bíll og miðlari)
1300*70= 91.000 kr. (Bíll og miðlari í ísl. kr.)
91.000+110.000= 200.000 kr. (Bíll kominn til Íslands)
200.000*1,4= 280.000 (Tollgjaldið komið)
280.000*1,245= 348.600 (VSK Kominn)
348.600*1,1= 383.460 (Vörugjald)
383.460+50.000= 433.460 (Bíllinn kominn á númer)
Og það getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju.
Annað dæmi, bíll upp á $2500,00
2500+800=3300 (Bíll og miðlari)
3300*70= 231.000 (Bíll og miðlari í ISK)
231.000+110.000= 341.000 kr. (Bíll kominn til Íslands)
341.000*1,4= 477.400 (Tollurinn)
477.400*1,245= 594.363 (VSK)
594.363*1,1= 653.799 (Vörugjald)
653.799+50.000= 703.799 (Bíllinn kominn á númer)
Verðmunur á bíl sem er fimm fallt dýrari úti er aðeins um 270.000 dýrari hér heima, sem er ekki nálægt því að vera fimmföldun. Það er ekki einu sinni tvöföldun, á samt sem áður fimm fallt dýrari bíl.