Það er góður þráður (sem bendir á aðra þræði ) um þetta <a href="
http://www.thirdgen.org/techbb2/showthread.php?s=&threadid=189570">hér</a>
Ég fór ekki alveg eins að.
Ég byrjaði á 180 sandpappír til að ná að slétta úr öllum ójöfnum. Ef felgur eru lakkaðar þá getur verið gott að nota lakkleysi og síðan 180 pappír til að losna við restina (og slétta úr ójöfnum).
Næst tók ég fram 320 vatnspappír til að ná grófustu rispunum eftir 180 pappírinn.
Þar næst 400 vatnspappír og pússað þangað til að rispur voru að mestu horfnar.
Það er mælt með að menn snúi sér síðan að massa og noti hann til að slípa felgurnar, með t.d. púða framan á borvél.
Ég ákvað að brjóta allar reglur og pússaði létt með 600 og síðan 1000 vatnspappír.
Að lokum notaði ég Metal Polish frá Mothers, en ég notaði borvél með púða í þann þátt.
Þú gætir prófað að taka aðeins síðasta stigið (ef þú sættir þig við þann árangur og nennir ekki að eyða fleiri klukkustundum á felgu) en það lífgar allavegana uppá felgurnar.
Ég prófaði að taka bestu felguna með því að nota aðeins Mothers og borvél og hún er ágæt, en grant er skoðað þá er hún ekki fullkomin. Ég ætla samt að taka hana eins og þessi sem myndin er af, því hún er miklu betri (og þessum klukkustundum var vel varið).
Þetta er ekki flókið, kostar bara nokkuð mikla þolinmæði.
JHG