Ég reyni að redda nýjum myndum eftir helgi.
Ég fann nokkrar gamlar myndir sem ég hafði sent inn á Huga.
Hér er <a href="
http://www.hugi.is/bilar/image.php?mynd_id=48394“>ein</a> tekin fyrir árekstur
<a href=”
http://www.hugi.is/bilar/image.php?mynd_id=49537“>Þessi</a> er af óæðri enda bílsins eftir að blái liturinn var kominn
Og loks þessi <a href=”
http://www.hugi.is/bilar/image.php?mynd_id=49506">mynd</a> sem er af framendanum, á sama vinnslustigi.
***
Ef þig langar í þriðju kynslóðar F-body þá er tækifærið einmitt núna. Þriðja kynslóðin er nefnilega núna að ganga í gegnum það sem að fyrri kynslóðir hafa gengið í gegnum.
Nú eru þeir ódýrir, og oft líta menn á málið þannig að það borgi sig ekki að gera þá upp, uppgerðarkostnaður er meiri en vænt söluverð. Þetta sama hefur gerst fyrir allar kynslóðir.
* Í kringum 1980 var verið að rífa fyrstu kynslóð.
* Í kringum 1990 var önnur kynslóðin rifin.
* Nú er sú þriðja á seinni hluta þess ferlis.
Því má búast við að verðið á þeim fari að hækka fljótlega, eins og gerðist með fyrri kynslóðir.
Alltaf spyrja menn svo sömu spurninganna nokkrum árum seinna, hvað voru menn að hugsa að rífa þessa bíla.
Eftir áreksturinn þá hefði verið fjárhaglega skynsamlegast að láta tryggingarnar borga mér bílinn út, eða áætlaðann viðgerðarkostnað, og leggja pening í einhvern annan bíl.
En þetta áhugamál kemur skynsemi ekkert við. Því ákvað ég að setja pening sem er meiri en endursöluverð bílsins í hann. Ég er nefnilega að gera bíl fyrir mig en ekki til að selja.
Þar að auki hef ég átt hann svo lengi að ég gæti ekki horft uppá hann rifinn.
Ef þú getur náð þér í bíl fyrir þokkalegt verð þá væri ekki úr vegi að skella 6 gíra kassa úr fjórðu kynslóð í hann. Ekki væri svo verra ef LT1 fylgdi með en þær eru komnar á skaplegt verð á Ebay :)
JHG