Það er langt síðan að þeir hættu með V6 í Cherokee. Ætli það hafi ekki verið í kringum 1987.
4,0 lítra línuvélin er ódrepandi jálkur sem skilar ágætis afli. Það er rétt að þær geta drukkið í bæjarsnatti en í langkeyrslu eyða þær mjög litlu (11 l/h).
Ég keyri nú um á 1993 módeli af Grand Cherokee, 4,0 lítra (ssk). Fyrir nokkrum árum var ég mikið að skottast um á 1992 módeli af Subaru Legacy 2,0 ssk. Eyðslan á þessum bílum er mjög áþekk, eða um 15-16 l/h (kom mér mikið á óvart hvað Subaruinn eyddi).
Þeir eru hættir að bjóða uppá 360. Nú er komin 4,7 lítra V8 sem mér reiknast til að séu 287 cid.
Þetta eru mjög þægilegir, og áreiðanlegir bílar, en það er rétt að þeir eru engir sparibaukar. Þannig að ég tek undir það ef eyðsla skiptir miklu máli þá ættu menn að velja einhverja aðra.
JHG