Þetta er allt spurning um hverju þú ert að leita eftir. Ég er áskrifandi af fjölda amerískra bíla- og jeppablaða, sem eru reyndar misgóð (frá því að vera frábær niður í eitt sem ég læt renna út).
Ég er hrifnastur af blöðum sem leggja áherslu á tæknilegann grunn og hvað hægt er að gera. Sumir þola þau ekki og vilja aðeins lesa um hvernig ákveðnir bílar eru. Enn aðrir vilja bara skoða myndir af flottum bílum.
Því er ekki hægt að segja hvaða blað er best fyrir þig án þess að vita hverju þú ert að leita að.
Ég hef haft þann hátt á að taka “coupon” úr bílablöðum sem ég hef keypt hér heima og nýta mér tilboð á þeim. Þá fer ég með hann og kaupi erlendann tékka hjá mínum viðskiptabanka, og sendi það svo í pósti. Það er víst líka hægt að leggja peninginn inná reikning hjá þeim en ég er svo gamaldags að ég treysti þessu betur.
Í umslagið til fyrirtækisins fer því kúponinn (þar sem að ég hef fyllt út allar upplýsingar), ávísun og síðan prenta ég alltaf út blað þar sem að nafn og póstfang kemur fram (og alls ekki gleyma landinu).
Ef þú ætlar að vera alveg löglegur þá ættir þú að óska eftir því að fá að borga 14% vsk af blöðunum á næsta pósthúsi. Ég prófaði þetta einu sinni fyrir mörgum árum og það vissi enginn á pósthúsinu hvað ég var að meina. Eftir það hef ég sleppt því, með góðri samvisku ;)
JHG