Jæja nú var ég að heyra þetta í útvarpinu að í Vík var maður tekinn á 177 km hraða.
Það er sem þótti svona merkilegt við það var að það var strax byrjað að tala um það afhverju menn eru að flýta sér svona og þeir ættu bara að vera heima hjá sér ef þeir gætu ekki haldið sér á löglegum hraða!
Það sem kallinn var ekki að skilja að það er ekki pointið með þessu að hann sé að flýta sér!
Ég stór efast um það, heldur var hann einfaldlega held ég frekar að leika sér að kitla pinnan, fá smá útrás.
Margir hafa gaman að því að sjá hraðamælirinn soldið vel upp og einfaldlega verða!!
Þá komum við aftur að þessu dæmi með að þyrfti að gera braut þar sem menn geta fengið góða útrás.
Ef menn eru núna að hugsa:Er ekki kvartmílubraut hér á klakanum…??
Jú það er kvartmílu braut hér en þar þurfa menn held ég að borga inná hana (er ekki viss) og svo hefur hún eitthvað verið lokuð!
Allarvega þegar ég hef rennt þarna framhjá.
Annað með kvartmílubrautina er að hún er svo stutt!
Jú auðvitað er kvartmíla 1/4 úr mílu en bremsukaflinn held ég að mætti nú vera soldið lengri svo menn enda ekki einhversstaðar í hrauninu.
Annað að ef menn eru bara með 0-2000 vél ná þeir engum svaka hraða þarna…misjafnt eftir tegundum en oftast er það er ekki hraðar en 140-160.
Fyrir utan að þetta er bara ein braut til testa vélina…hvar áttu svo að geta testa akstureiginleika bílsins þíns án þess að brjóta einhver lög?
Þá er það farið!! engin braut ekki neitt :(
Ég held að nákvæmlega allir sem eiga sportbíla eða bara aksturbíla eða bara druslur en vilja samt útrás hafa brotið lög og jafnvel lagt sig og aðra í hættu afþví að það er enginn aðstæða?
Hvernig er það að vera með veiðistöng og vatn en mega ekki veiða fiskinn?
Hvað fynnst ykkur um þetta?
Er ekki málið að halda bílamótmælaakstur ;) Hvernig sem þetta er orðað eða leggja reyna að fá Alþingiskallana til að skoða þetta.
Vissulega veit ég að eitt stykki braut kostar heilan helling en slysin og sektirnar og allt þetta kostar líka sitt….fyrir utan að menn væru alveg til að borga sig inn.
Hvað er að frétta af F1 brautinni sem átti kannski að koma hingað?