Þú þarft að passa þig á því að nota aðeins sérstaka Mopar olíu á skiptinguna, en hún fæst t.d. í Bílabúðinni H. Jónsson & Co.
Það þarf að skipta um olíu og síu á skiptingunni á 100.000 km fresti.
Ef þessi bíll er líkur Dodge Caravan (fjölskyldan hefur átt þannig í 5 ár) þá ryðga þeir mjög lítið, allavegana er okkar Caravan alveg óryðgaður, þrátt fyrir fimm ár í saltinu í Reykjavík. Dodge Stratus er alveg örugglega eins að því leyti.
Umboðið er Ræsir, en ég mæli ekki með að þú kaupir varahluti þar nema þeir fáist ekki annars staðar. Þeir eru mjög dýrir hjá Ræsi.
Það er hægt að fá varahluti í Bílabúðinni H. Jónsson & Co og Bíljöfri.
Þeir bila ekki mikið, en samt eitthvað. T.d. fór heddpakkningin á okkar í 40.000 km, og frændi minn sem átti alveg eins Caravan, lenti í því að skiptingin fór nýlega, en það var vegna þess að hann notaði ekki Mopar olíu. Það skiptir sem sagt mjög miklu máli.