Sæll…
það eru til nokkar aðferðir við að tengja þetta svo að þetta komi sem best út.. Í þessu öllu saman er til fyrirbæri sem kallast viðnám, viðnám er sú mótspirna sem hátalarinn eða keylan dregur af afli magnarans. Flestar keylur eru 4ohm (ohm er mælieinging viðnáms).. ef hún er með 2 pörum af tenginum þá hefur hún þann möguleika að vera bæði 2,4,og 8 ohm, eftir því hvernig þú tengir inn á hana, en þessar leiðbeiningar hér miðast við að hún sé 4ohm (ef hún er samt sem áður með 2 pörum af tenglum, farðu þá bara einföldu leiðina og tengdu bara inn á annað parið). Magnarinn er líka gefin upp við ákveðna ohm tölu.. sem sagt miðað við þessar tölur þá sýnist mér að hann sé 2x1600W miðað við 1 eða 2 ohm… þú þarf helst að kinna þér það (lesa manualin eða utan á magnaran betur ohm merkið er líka saman tákn og omega sjónvarpstöðin notar)… ef hann er gefin upp 2x1600 við 2ohm… þá geturðu reyknað auðveldlega hvað hann er við 4ohm (sama og keylan er)… þú einfaldlega deilir með 2 (því 2*2=4) sem sagt hann er 2x800w miðað við þessi 500w sem keylurnar senda frá sér… Ef hanne er 2x1600w við 1ohm, þá deilirðu bara með 1600/4. (verður alltaf að deyla til að horfa á W töluna við sama ohm að fjölda.) Með þessari einföldu stærðfræði höfum við sem sagt fundið út að þú mátt ekki hafa nema svona mestalagi 3/5 hækkað í magnaranum til að of keira ekki keylurnar… HLUSTAÐU SAMT Á ÞÆR ÞEGAR ÞÚ PRÓFAR ÞETTA! ekkert verra en að heyra bjagað sound úr keylum þegar það er hátt stilt, og skilja svo ekkert afhverju þær skemdust… tengdu sitthvora keyluna á sitt hvorn útgangin á magnaranum. í sambandi við hina hátalarana, þá geturðu eins og þú segir notað “ hi level input” á þeim magnara sem þú ætlar þér að nota fyrir þá, en ég hef samt heirt að það geti oft fylgt aukahljóð með því (suð), svo ég mindi reyna að komast hjá því, notaðu frekar RCA ef þú höfur möguleika á því… Ef það er bara eitt par af RCA út af spilaranum þá máttu fastlega reykna með því að að þetta sé bara main out af spilaranum, ekki sub out.. þá geturðu bara lúppað á milli magnarana og stillt þá af hvað á að koma út úr þeim. Svo er það með rafmagnið… + er það sem skiptir öllu máli.. Margir segja bara að þú eigir að hafa sem sverast… Það er mikið til í því, en oft er þetta líka bara komið út í tóma þvælu, það er til formúla til að reykna þetta, ef þú villt sjá hvað þú ert að tapa á því að hafa þennan sverleika en ekki hinn… nenni ekki núna að fara í gegnum hana… skal gera það ef þú vilt, láttu mig þá bara vita… fyrir mitt leiti myndi ég reyna að vera á bilinu 10-20q (16q henntar öruglega mjög vel). Mundu eitt, allt fúsk í sambandi við rafmagn í bíl endar ílla!, svo ekki fúska! Fáðu þér örygja hús fram í húdd og töflu aftur í, því þú ert komin með fleyri en einn magnara, hafðu samt örygið fram í alltaf aðeins stærra en heyldin í töfluni segir til um.. (til dæmis, ef þú ert með eitt 30A öryggi og eitt 60A öriggi þá gerir það )= 90A og þá hefðurðu 100A fram í (henntar mjög líklega vel hjá þér.. 60A á stóra og 30 á litla… Þú getur á einfaldan máta fundið út hvaða stærð af öriggi henntar fyrir hvern magnara deilir heildar W tölunni á því sem þú ert að draga af honum (til dæmis í Subonum hjá þér 1000W) með 11,5V og fengið þar út ca: 86A þú notar 11,5V því þú mátt reykna með að þú sért oft að nota þetta ekki með bílinn í gangi. Þá henntar einmitt 60A öryggi mjög vel, því þú villt fyrst að öryggin fari áður en magarinn brennur yfir. Öryggið fram í er aðalega haft upp á það ef kappall skildi nuddast einhverntíman utaní einhvað undir lystum og slá í jörð… þá fer frekar öryggið en bíllinn þinn, því mikill hiti getur myndast… passaðu líka að hafa svera jarð tenginu út í boddý… því einhverstaðar verður þetta að geta komist í burtu.. vonlaust að hafa mikið rensli af vatni í littla trekt… og passaðu vel að pússa með þjöl eða grófum sandpappír staðin sem þú ætlar að tengja jörðina á, annars leiðir ekkert. Jörðin þarf jafnframt að vera sver vegna þess að sá er hængurinn á rafmagni að það fer í raun frá - til + en ekki frá + til - eins og margir halda… það var talað í fyrstu að það færi frá + til - en seinna kom í ljós að það var rangt… en af því að hitt var búið að festa sig, þá var því bara haldið þannig þar sem það í raun skiptir engu máli, og er því í dag talað um að + fari til -…. en nó komið af blabbi, ég vona bara að þetta hafi hjálpað þér of fleyrum… ég vona líka að þú skiljir allt sem ég er búin að skrifa hérna… því ég er bara hreint út sagt HÖRMULEGUR í stafsetningu, þó bílagræjur og rafmagnið sé mín hlið.. gangi þér allavega vel, og láttu endilega vita hvernig gengur.
Kveðja
Bragi
ljos@xnet.is<br><br>———————————————–
Tek að mér lýsingar á alskins viðburðum, svo er tónleikum og skemtunum.
ljos@xnet.is