Sæl veriði
Eins og flestum bílaáhugamönnum þá líður mér ekki vel nema að bíllinn minn sé hreinn og glansandi. En eins og flestir sem einhverntíman hafa þurft að bóna bíl, þá er það seinlegt og vandasamt ef vel á að gera. Því var ég að spá hvaða bón ykkur þætti best. Persónulega hef ég ekki fundið neitt eitt töfrabón, en margir mæla með gamla Mjallarbóninu. Mér finnst það nú ekki gefa nægilega mikinn gljáa miðað við hvað það er fáránlega erfitt og vont í notkun.
Einhverjar uppástungur eða meðmæli? <br><br><b>Kveðja</b>
<i>Halldór Þormar</i