Kvartmíluklúbburinn hefur ekki haft mikinn mannskap í þetta. Nú síðast rættist aðeins úr og gekk æfingin miklu betur.
Það eru margir sem hafa áhuga á að spyrna, en mjög fáir sem vilja leggja hönd á plóginn og tryggja að þessar æfingar verði áfram.
Ef ekki fæst mannskapur þá leggjast þær af, en það er ekki hægt að ætlast til þess að sömu mennirnir séu alltaf að standa að þessu.
Það sem að menn borga fyrir að spyrna er ekki mikið. Það er algengt að menn séu að borga meira fyrir hverja spyrnu á erlendum brautum en menn borga fyrir allt kvöldið hér.
Þeir peningar sem rukkaðir eru fara svo í vinninga og ég held að einhverju sé gaukað að þeim sem vinna vinnuna. Mér skilst að þegar allur kostnaður hefur verið talinn saman þá sé allt í járnum.
Kvartmíluklúbburinn hefur allavegana ekki verið að græða á þessu, en það var heldur ekki tilgangurinn, heldur að taka föstudagsspyrnur (m.a. Grandaspyrnur) af götum borgarinnar.
Því væri rétt fyrir þig sem áhugamann um að þetta gangi vel fyrir sig að bjóða fram þína krafta því ekki veitir af mannskap.
JHG