Ég myndi láta það vera, ef þú ert með 16“ undir honum þá er það nú ekki mikill munur, kostar þokkalega mikið að stækka sérstaklega ef þú ætlar að fá þér orginal BMW felgur. Svo er þetta ekki kraftmikill bíll 118 hp og 0-100km á 10,4 sek og varla ferðu að keyra þennan bíl mikið hraðar en á 100 km/klst hérna heima þannig að ekki nýtur þú þess að hafa stærri felgur/breiðari dekk í hraðakstri, ef þú leggur mjög mikið upp úr útliti og átt nóg af peningum þá geturu gert þetta en persónulega myndi ég ekki gera það. Ég er á BMW e39 á 16” og hann er mjög góður í akstri, maður fórnar ekki neinum aksturseiginleikum svo er hann líka góður þegar maður er að keyra hratt, fór á honum til Þýskalands seinasta sumar og keyrði oft ansi hratt! 16" er fínn millivegur