Já, það gengu margar tröllasögur um þennan bíl, eða jeppa, sem eiga svo fæst við rök að stiðjast.
Málið með okkur íslendingana, er að við erum mjög vanabundin og vitlaus í þessum málum. Þegar kemur eitthvað nýtt er það handónýtt drasl. Sama hvað það er, hlutir ganga frá manni til manns og bílarnir eru bara orðnar niðursuðudollur áður en bíllin er frumsýndur.
Ég tek dæmi með td. Hyundai, sem er einn bilanaminnsti bíllinn í dag, og er kominn nokkuð framarlega í gæðum.
Þetta voru ekki lúxusbílar á árum áður, en þeir hafa heldurbetur tekið sig á.
Hinsvegar halda því ótrúlega margir því fram (þá flestir ekki miklir bílaáhugamenn) að þetta séu ennþann dag í dag eitthvað ómögulegt rusl.
Daewoo er á leiðinni í sömu átt og Hyundai, eftir að GM komst inní málin hafa Daewoo bílarnir stórbreist á betri vegu varðandi gæði og frágang.
Spurning með endingu, en það getur tíminn einn leitt í ljós.
Ég skal vera hreinskilinn en ég er ekki jeppamaður og er því sennilega ekki marktækur, en mér finnst þeir ekkert spennandi að keira.
Þeir eru á fínu verði, en seljast ekki auðveldlega þannig að skoðaðu það líka hvort þetta sé bíll sem þú vilt eiga eitthvað eða hvort þetta sé svona stutt dæmi.
En þeir hafa verið að koma fínt út þannig, þótt þeir séu svosem ekkert augnkomfekt, enda finnst mér jeppar það yfirleitt ekki.