Óþolandi suð
Ég á oldsmobile Eighty Eight 94 árgerð. Þessi bíll er algjör gullmoli og hefur staðið sig með príði. Hann er skemmtilegur í akstri en stór og mikill bíll með V6 vél sem er 3,8 lítra. Þeir sem hafa keyrt svona bíla vita hvað ég meina þetta líður áfram. En í gær gerðist svoldið skrýtið alltaf þegar ég beygi á bílnum kemur eittthvað suð sem ég veit ekki alveg hvað er og því spyr ég eitthvern hérna hvort hann viti hvað þetta er?