Það er ekki víst að meira fari í gegnum loftflæðisskynjarann nema ökulag breytist, en það vill oft gera það.
Flækjurnar eru + og - í formúlunni. Eyðslan getur aukist vegna þessa að vélin nær betur að fylla strokkinn (og verður að bæta eldsneyti á móti) en að öllum líkindum þarf minni gjöf til að halda stöðugum hraða svo það þarf ekki að virka neikvætt.
En hún getur líka minnkað þar sem að vélin þarf ekki lengur að hafa eins mikið fyrir því að ýta afgasinu út.
Yfirleitt þegar hún eykst þá er það vegna þess að menn fara að nota pinnann meira á eftir og fá eyðslu í samræmi.
Ég er samt ekkert viss um að eyðslan eigi eftir að minnka við K&N og flækjur, bíllinn verður snarpari og skemmtilegri en líklegast ekki eyðslugrennri.
En ef bíllinn er að eyða óeðlilega miklu þá þarf kannski að athuga hvort skynjarar eru eitthvað að klikka. 4 lítra bíllinn getur eytt miklu en er yfirleitt í kringum 15 í bæjarakstri og dettur niður í um 11 í langkeyrslu.
Það er svolítið um að TPS sensorinn fari í þeim þegar það er búið að keyra þá mikið og þá fer hann fyrst að eyða full miklu og síðar fer hann að vera með allskonar stæla. M.a. þá geta þeir verið að rjúka uppá snúning eða dáið í lausagangi. Allavegana lýsti þetta sér svona í 1988 Cherokee sem litli bróðir átti (en hann sá bíll var ansi mikið ekinn).
Svo má ekki gleyma því að ökumaður hefur líklegast mest áhrif á eyðslu. Munur á því að keyra sparakstur og að botna á öllum ljósum er gríðarlega mikill ;)
JHG