Ryðgaðar Corollur, þetta er lýti á borginni.
Það kom mér þægilega á óvart að sjá á vefsíðu aðila sem athugar bilanatíðni og kostnað við viðgerðir á bílum í Bretlandi, að Ford Ka væri (skv. þeirra rannsóknum) áreiðanlegasti smábíllinn í Bretlandi. Það þýðir líka ekki endilega að nýr bíll sem maður kaupir sé jafn vel smíðaður, ryðfrír eða bílanalaus og eldri bílar með sama merki á grillinu. Af reynslu fjölskyldunnar af Nissan Almera ættu nýju bílarnir að vera skotheldir, en þeir eldri virðast bara mun sterkari en þeir nýrri, skv. reynslu minni. Og gamlir E Benzar ættu að segja að nýr ML sé gulltryggður? Þannig virkar það bara ekki. Sumt fólk heldur að það komi alltaf sama góða vatnið úr sama gamla krananum, en það er bara ekki þannig. Það nægir því ekki bara að benda á gamla bíla sem tryggingu fyrir nýjum.
Ef við erum að tala um innkaupakerrur eru Ka og Fiesta 1.25 bestu innkaupakerrur sem ég hef prófað. Ef pláss er stórt atriði við kaup á smábíl eru samt aðrir sem myndu koma betur út. Spurning með Yaris t.d., en málið er það að notaði markaðurinn horfir mun grimmari augum á litla Forda. Þeir eru því góð kaup. Betra að kaupa bíl sem er búinn að taka út verstu afföllin, en bíl sem er enn á að renna niður brattann.
Skaðar ekki að bíllinn sé betri OG ódýrari.<br><br>-
Hverjir eru bestu bjórarnir á Íslandi? Svarið er á <b><u><a href="
http://www.ratebeer.com/BestInMyArea.asp?CountryID=95“>RateBeer</a></u>.</b>
Íslenska bjórspjallið: <b><u><a href=”
http://www.beer.is">beer.is</a></u></b>.