Ég þvæ minn bíl (grár Subaru) alltaf með svampi og bílasápu. Notaðu þá helst fínan svamp og þá grófari svamp á felgur. Það er best að taka smá fleti í einu. T.d frambretti: sprauta vatni á brettið og svampþvo það vel og svo skola sápuna af. Það er aldrei gott að láta sápuna liggja of lengi á bílnum. Taktu frekar smá fleti í einu. Það eru til kústar með fínum hárum, en ég tek ekki áhættuna á því. Þegar þú ert að þurrka þá auðvitað byrjarðu from top to bottom og þurrkaðu ALLT. Ekki gleyma hurðarfölsum, hurðarhúnum, skotti, húddi (undir húddi þ.e), undir hurðar, speglar (taktu vel í kringum spegilinn sjálfan því dropar eiga það til að safnast saman þar og ráðast svo á bílinn skínandi hreinan og búa til skemmtilega tauma meðfram allri hliðinni. Ég mæli ekki með að þvo bíl án þess að þurrka. Koma leiðinlegir rykblettir sem mynda dropaför, einstaklega fallegt að sjá dökkan bíl með hlaupahunda. Þetta er spurning um að gera þetta vel og taka sinn tíma í verkið, þá verður maður ánægður.
Þetta er undirskrift