Sælir hugar
Ég hef verið að skoða þessa bíla og er svolítið spenntur fyrir þeim. Þeir sem ég hef skoðað eru árgerð 96. Það er verið að setja ca 1.4 m kr. á þessa bíla sem mér finnst ekki mikið fyrir lúxusinn sem þú færð. Nú hef ég reyndar ekki mikla reynslu af þessum bílum, hef keyrt nokkur eintök og líkað mjög vel við.
Er einhver hérna sem hefur átt svona bíla sem getur gefið mér punkta um kosti og galla ? Eins hvað þarf að skoða við kaup á þessum bílum.