Ég fór á fornbílasýninguna sem haldin var þessa helgi í laugardagshöllini.

Það var ekki mikið um skraut eða glys, en bílarnir voru þarna alveg í
aðalhlutverki, og þarna voru margir flottir bílar.

Ég skemti mér mjög vel þarna, og í raun mikið betur en á sportbílasýningunni,
enda gekk ég þarna um i rúman klukkutíma, sem er töluvert lengra en
á sportbíladæminu. Ég tók eftir nokkrum góðum hlutum.

Það var ekki verið að drekkja manni í auglýsingum, það var ekki verið að dúndra
þremur mismunandi tegundum af tónlist(reyndar var spiluð mjög
sæt ‘40’s og ‘50’s lög, mér langaði næstum því að dansa) og það voru upplýsingaspjöld við hvern bíl með smá sögu bíls, fyrirtækis og eiganda.


Þetta var í heildina mjög sjarmerandi sýning, og mjög gaman að fara á hana. Vona að fleiri hafi séð sér fært að fara.<br><br><i>Guns don't kill people, death kills people!</i> -GTA2
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil