Ég seldi nánast alla bílana mína áðan, hélt eftir 22b Imprezunni því hún er svo sjaldgæf, Spoon s2000 því hann er enn sjaldgæfari enn 22b.. en hvað um það.

Ég ákvað að versla mér alvöru sportbíl, ekki of kraftmikinn samt.
Og ég uppgötvaði algert snilldar tæki, Venturi Atlantique 300 biturbo.
Bíllinn er alveg einstaklega fallegur, í dökkgrænum lit og á nýjum felgum.
Orginal er hann ekki nema eitthvað um 210hp, en furðu öflugur samt. Ég tjúnaði hann lítillega, uppí 230 hestöfl. Hljómar ekki skemmtilega, en merkilegt nokk, þá er þetta einn sá skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt í gt2, og hana nú.
Alveg ótrúlega smooth vél, og skemmtilegt handling.

Tekur Elise með sömu hestöfl hreinlega í rassgatið!! Og alla þá bíla sem bornir eru saman við hann.
Hægt er að ná honum upp í 600+ hp, en ég finn enga þörf fyrir það strax, er hræddur um að það eyðileggi karakterinn.

kaupiði Atlantique 300 strax, og engar refjar. STRAX!