Mig langaði að forvitnast um hvaða bón þið eruð að nota og getið óhikað mælt með. Ég hef sjálfur undanfarið verið að nota Turtle Wax teflon bón (í bláum brúsum) og þótt allt í lagi að vinna með það. Allavega þarf maður ekki að bóna annan hvern dag eins og með Sonax bóni. Þó get ég sagt ykkur að um daginn tókum við félagi minn bílinn hans sem var orðinn dálítið mattur og upplitaður og bónuðum með Sonax No3 í gráum brúsa og vorum báðir undrandi hve vel það virkaði.
En hvað með ykkur, hvað ráðleggið þið með tilliti til glans, endingar og að vinna með?