sammála ykkur, hann er hrikalega nákvæmur og alveg örugglega sá sem kemst næst raunvöruleikanum af þeim sem eru í boði í dag..
hljóðið mætti þó vera aðeins betra, svoldið steypt í sama mót but heck - you can't have it all! En gt3/2000 verður með allt, hljóðið verður töluvert endurbætt lofa þeir og að sjálfsögðu grafík + að það verður bætt við kúplingu í stjórntækin - hvílík snilld! Sniðug stefna líka hjá þeim að draga úr bílafjöldanum niður í 100 til 150 útvalda. Þó það sé óneitanlega skondið að smella túrbínu í Lancia Y :)
Speed 12 hefur að mínu mati drungalegustu hljóðsymfóníu leiksins - þvílíkt öskur! Ég prófaði að blasta græjurnar í kringum 3000-4000 snúninga og bassinn var svo djúpur að þær réðu varla neitt við neitt.
það eru þó smávægilegir gallar hér og þar í leiknum sem er reyndar gaman að dunda sér við að finna, ég á ekkert líf og veit allt um það :) T.d. twinturbo bílarnir eða allavega Supran, hún kikkar inn allrækilega á 3000 sn. en er ekki með jafnan kraft allt snúningssviðið. Svo er skemmtilegur loftmótsstöðuböggur sem er hægt að prófa með því að redda sér race útgáfunni af RX-7 og fara á test track og stilla gírhlutföllin hÁTT og spoilerinn á hálfgert upforce.. Beygjurnar á 350 verða mjög skrautlegar, prófið bara ;)