Umræðan á þessum þræði hófst vegna slóðar um árekstrarpróf pallbíla og minni bíla og var sýnd mynd af Ford F150 og Mini. Umræðan hefur verið víðar en mér fannst sumir hlutir ekki alveg ganga upp í umræðunni og að menn væru full yfirlýsingarglaðir. Ég skoðaði því þráðinn vel og las mér til og niðurstaðan er þessi.
Bíllinn sem myndin er af er aðeins eitt test af mörgum. Þessi bíll er F150 Heritage og er sagður vera MY2004. En það hefur greinilega vilt mönnum sýn. Málið er að þetta er gamla boddíið af F150 bílnum sem kynnt var árið 1997. En þegar Ford kynnti MY2004, nýja boddíið, þá seldu þeir áfram gamla boddíið (eina týpu) undir þessu Heritage nafni.
Ég fór aðeins lengra inn á þessa síðu og skoðaði öll test fyrir TRUCKS og slóðin er þessi.
http://www.nhtsa.dot.gov/cars/testing/ncap/Cars/2004Pkup.html Þá kom dáldið merkilegt í ljós. Gamla boddíið af F150 var að fá 4 stjörnur varðandi ökumann og 5 stjörnur varðandi farþega. Skoðið endilega GM og Dodge líka sem ekki voru að koma betur út og jafnvel verr í sumum tilvikum.
Þegar aftur á móti niðurstöður voru skoðaðar fyrir F150 MY2004 (nýja bílinn) þá fékk hann 5 stjörnur fyrir báða flokka og reyndar EINI pallbílinn sem það fær. Þess vegna var hann valinn öruggasti pallbíllinn af IIHS og því að koma mun betur út en Dodge og GM.
Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist og oft nauðsynlegt að lesa nánar um hluti því ein mynd getur gefið rangar vísbendingar því árekstrarpróf eru flóknari en svo að ein mynd geti sýnt allt.
Þegar ég skoðaði þetta síðan aðeins betur fann ég neðangreindar upplýsingar og þar er staðfest að F150 My2004 nýja boddíið er bestur hvað árekstra varðar miðað við aðra pallbíla.
Sérstaklega er athyglisvert kommentið þar sem segir að sá bíll “SÉ EKKI SAMI BÍLL OG F150 HERITAGE” sem kemur einmitt fram neðst í þeirri töflu. Greinilegt að IIHS hefur séð ástæðu til að taka þetta fram því fleiri hafa augljóslega ruglast á þessu.
Slóðin á þessar upplýsingar er þessi.
http://www.iihs.org/vehicle_ratings/ce/html/summary_lgpickup.htmÞessar upplýsingar breyta þó ekki umræðunni sem hér fór fram og nauðsyn þess og mikilvægi að bílar séu hannaðir þannig að ákveðið jafnvægi og samræmi sé á milli þeirra ef til árekstrar kemur. Eins og Volvo hefur gert.
Virðingarfyllst.
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson