Ég hef tekið eftir því að flestir félagar mínir eiga bara einhverja ca. 400hö og upp bíla í GT2. Sjálfur elska ég marga óbreytta bíla á milli svona 100-200 (ok ok og kannski aðeins yfir:)
Lotus Elan og Europa eru ótrúlega skemmtilegir. Á nær alveg ótjúnnaðan Elan Sprint með svo neutral handling að það á ekki að vera hægt. Datsun 240Z er mjög áhugaverður og sömuleiðis fyrsta gerð af Mazda RX-7 GT-Turbo. Ég gæti haldið áfram að telja upp og röfla en hvað finnst ykkur smekkmönnum um svona?