Jæja…ég fór þarna áðan um 12 leitið.
Mér fannst ágætt magn af fallegum kerrum þarna. Um leið og maður kom upp stigann inn í aðal salinn var mér litið til hægri. Þar var gull fallegur Lamborghini Gallardo og við hliðina á honum var hægt að prófa demó útgáfu af GT4.

Það sem mér fannst skrítið var að Enzoinn sem er uppi á palli var ekkert girtur af með köðlum svo fólk væri ekki að snerta hann. Ég tróð hausnum inn í hann og snerti allt sem mig langaði að snerta. Þetta finnst mér allt of mikið hugsunarleysi því fólk var þarna upp um allt káfandi á öllum fjandanum. Hvaða hálfviti sem er hefði getað tekið upp lykla og rispað hann.
Ef ég ætti þennan bíl hefði ég haft yfir umsjón með því hvernig bíllinn minn yrði sýndur og þá hefði ég látið loka hann af. Þetta er bara allt of dýrt spaug til þess að bjóða hættunni heim á þennan hátt.
Én nú að öðru. Ég hefði svosem getað sagt mér það áður en ég fór að þarna yrðu einhverjir útúr breyttir græjubílar.
Ég rak fyrst augun í svartan Mustang með SVT spoiler og allur útí límmiðum og svo silfulituð Primera með einhver NOZ eða NX límmiða og svo mikið af mælum í mælaborðinu að þetta var eins og flugvél. Ekki bætti svo úr skák að aðeins innar var “FLOTTASTA IMPREZAN Á LANDINU” sem Bjarni kenndur við DLS átti á sínum tíma.
Þessi kókdolla er svo útjöskuð og tjúnuð að það er viðbjóður og líka með þetta ljóta spoilerkitt. Ég tók á mig góðan sveig framhjá loftpressunni til að skoða Elisinn sem var augnayndi. Svo labbaði ég að Volvo bílunum sem voru líka helvíti góðir. S60R eða hvað hann hét og einhver skrifaði um hérna fyrir svolitlu síðan var bjútí.
Það sem eyðilagði þetta var svo risa stórt tjald beint fyrir ofan Volvoana sem sýndi 2F2F með tilheyrandi hávaða og Óskarsverðlauna leik. Mér þótti það ekki eiga heima á þessari sýningu. Að lokum kláraði ég hringinn með að kíkja á Lancer Evolution VIII (8) sem ég hefði verið til í sem fjölskyldubíl;)

Overall var ég ekki sérlega sáttur með sýninguna og ef ekki hefði verið fyrir Lotusinn, Enzoinn og Gallardoinn þá hefði ég viljað fá endurgreitt. Uppsetningin var samt mjög töff.

Að lokum vil ég svo biðjast afsökunnar ef þetta hefur verið leiðinlega grein. Var ekki alveg í skapi til að skrifa hana:)

Trabant
<br><br>“ Supercharging is a pervertion of design. If you want more power, build a bigger engine. ”

-W.O. Bentley-


“ THE TRUE REVOLUTIONARY IS motivated by the feelings of love ”

-Che Guevara-