Það verður magnað fjör á sýningarsvæði Brimborgar á Sportbílasýningunni í Laugardalshöll 20-23. maí. Brimborg verður með samtals 8 frumsýningar frá Volvo, Ford og Citroën og er umboðið með langstærsta sýningarsvæðið á sýningunni. Pirelli dekkjaframleiðandinn verður á sýningarsvæði Brimborgar með mögnuð dekkjatilboð í samvinnu við Max1 Bílavaktina. Brimborg hefur látið setja upp öflugan ljósabúnað á svæðinu og sannkallaðann risaskjá þar sem sýnt verður frá Monaco kappakstrinum, bílamyndir sýndar og einstakur reynsluakstur verður frumsýndur á risatjaldinu. Í tilefni Listahátíðar og á meðan á sýningunni stendur munu graffíti listamenn mála risastórt graffíti listaverk á veggi sýningarsvæðis Brimborgar og verður verkið 29 metrar á lengd og 2,75 metrar á hæð og því í heild um 80 fermetrar.
Þær glæsilegu og spennandi nýjungar sem Brimborg mun sýna eru:
- Volvo S60 R
Frumsýning á 300 hestafla lúxusportbílnum Volvo S60R með 18 álfelgum og 235/45 R18 Pirelli dekkjum, einstakri sportleðurinnréttingu, fjórhjóladrifi og tölvustýrðri sportfjöðrun. Bíllinn er einnig búinn gaslugtum, 13 hátalara
Dolby surround hljómkerfi og tölvustýrðri miðstöð, innbyggðum gsm síma og mörgu fleiru.
- Volvo S60 Sport
Frumsýning á 180 hestafla sportara með glæsilegu spoilerkitti,
sportleðurinnréttingu, 17“ álfelgum, premium hljómkerfi með 13 hátölurum, innbyggðum gsm síma og ýmsu fleiru.
- Volvo S40 T5 Sport
Frumsýning á nýja S40 T5 bílnum með spoilerkitti, 17” álfelgum,
sportleðurinnréttingu og rafdrifnum stólum og með premium 12 hátalara hljómkerfi, innbyggðum gsm og mörgu fleiru.
- Ford Focus ST170
Frumsýning á þessum 173 hestafla Focus ST en hann sýnir forsmekkinn af því sem koma skal hjá Ford á næstu misserum í performance bílum. Hann er búinn sóllúgu, Recaro stólum með ST sportleðurinnréttingu, ESP stöðugleikastýrikerfi og xenon ljósum. Álfelgurnar eru 17“ með 215/45 R17 dekkjum.
- Ford Focus STCollection
Frumsýning á 1.6 lítra STCollection útgáfu með 17” álfelgum og 215/45 R17 Pirelli dekkjum, dökkum rúðum og geislaspilara.
- Ford Fiesta STCollection
Frumsýning á 1.6 lítra STCollection útgáfu með 15" álfelgum og 195/60 R15 Continental dekkjum, dökkum rúðum og geislaspilara.
- Citroën C2 VTR
Frumsýning á C2 VTR með spoilerkitti, 110 hestafla vél, álfelgum, sensodrive skiptingu í stýri og geislaspilara.
- Citroën C3 SX Panorama
Frumsýning á C3 með Panorama risasóllúgu sem nær yfir stóran hluta þaksins, 110 hestafla vél, álfelgum og geislaspilara.
- Pirelli og Max1 Bílavaktin
Max1 Bílavaktin verður á svæði Brimborgar með Pirelli, heimsmeistarann í ralli. Mikið úrval af dekkjum í stærðum allt að 20 tommum. Skuggaleg tilboð verða á Pirelli dekkjum á sýningunni.