svona gerist þá sbr. mbl.is:

<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>
<b>Bifhjól ekið á ofsahraða á Reykjanesbraut</b>

Bifhjóli, sem ekið var um Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur um hálftíuleytið í gærkvöldi, var ekið á 122 km hraða, samkvæmt mælingum lögreglunnar í Keflavík. Lögregla gaf ökumanninum merki um að stöðva hjólið, en ökumaðurinn, sem var með farþega með sér á hjólinu, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur jók hraðann. Hann ók á ofsahraða áleiðis í átt til Reykjavíkur.

Haft var samband við lögregluna í Hafnarfirði sem fór á móti manninum og gerði honum ókleift að komast lengra en að hringtorgi við kirkjugarðinn ofan við Hafnarfjörð. Mældist bifhjólið á 168 km hraða. Segir lögregla í Keflavík að ökumaður hjólsins hafi ákveðið að hætta ferð sinni þegar hann kom að Hafnarfjarðarlögreglunni.

Hann var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Hann verður sennilega sviptur prófinu.
</i><br><hr><br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–