Ég var að keyra heim í gær á ónefndum stað í borginni og er stopp á rauðu ljósi.
Á meðan ég bíð á rauðu kemur dökkblár Camaro (sirka 1998 módel) á góðri siglingu og fer fram úr mér á ÖFUGRI akrein og yfir á RAUÐU ljósi og beygir til hægri, ég sá því miður ekki númerið á bílnum enda brá mér mikið… þegar Camaro bílinn er kominn smá áleiðis (10 metra sirka) að strætóskýli sem þar er þá kemur Grand Cherooke (svipað gamall og drapplitaður eða silfurgrár) en hann hafði stytt sér leið yfir bílaplan og keyrir inn á götuna við hliðina á strætóskýlinu og á eftir Camaro bílnum.
ÞVÍLÍK FÍFL! Svona fávitaskapur kemur óorði á klúbbana hér í bænum og svona menn eiga auðvitað ekki að hafa bílpróf.
þarna hefði getað orðið stórslys við það að fara yfir á rauðu ljósi, taka vinkil beygju, keyra á röngum vegarhelming og síðast en ekki síst að keyra yfir bílastæði (þvert) og fram fyrir strætóskýlið, þar hefði einhver getað verið að bíða og hefði sá ekki mátt hreyfa sig til að tékka á látunum því þá hefði hann verið straujaður.
Ef þessi fífl lesa þetta þá mega þeir vita að það að ég fyrirlít svona aumingjastæla og legg þetta að jöfnu við það að sveifla hlöðnum haglara inní Kringlu eða álíka :realmad: <br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…