Jamm þegar Bens fór að eyðileggja Chrysler. Þeir notuðu varasjóði Chryslers til að kaupa eignir eins og Mitsubishi (sem að Chrysler var búinn að losa sig við af mestu ef ekki öllu leiti) og eru nú að reyna að losna við þá hörmulegu fjárfestingu.
Chrysler hafði ekki ætlað að brenna sig aftur á því að eiga ekki varasjóði þegar hörðu árin kæmu (þau koma alltaf), en þeir höfðu farið illa útúr því á níunda áratugnum. Því höfðu þeir safnað upp verulegum sjóðum. Starfsmenn sem réðu sig til Chrysler tóku þennan þátt jafnan í reikninginn við ráðningu, því það var yfirlýst stefna hjá Chrysler að segja ekki upp fólki þegar hörðu árin kæmu. Þegar niðursveiflan í hagkerfinu varð (sem varð sem betur fer stutt) þá voru þessir sjóðir ekki til.
Markaðsvirði sameinaðs fyrirtækis varð síðan svipað og markaðsvirði hvors fyrir sig hafði verið fyrir sameiningu.
Daimler Chrysler var kominn í mikla hættu að vera yfirtekinn (GM og FORD máttu ekki yfirtaka Chrysler en það var mat manna að þeir mættu yfirtaka Daimler Chrysler, TOYOTA voru lýstu því sérstaklega yfir að þeir hefðu ekki áhuga) og GM var nýbúinn að selja hluti í gervihnattafyrirtæki fyrir tugi milljarða dollara, og áttu því verulegt lausafé. DC gerði þá samning við Deutche bank um að verja sig yfirtöku.
Fljótlega eftir að þessi samruni átti sér stað þá fóru allir helstu hönnuðir Chrysler til GM og FORD, en það voru ráðningarstofur sem gerðu nánast ekkert annað í marga mánuði en að ná þessu liði yfir.
Stærsti eigandi af hlutum í Chrysler (sem er allt annað en meirihlutaeigandi) hafði verið óvirkur eigandi. Eina sem hann vildi var að fá fund með forstjóra einu sinni til tvisvar á ári og ef hann var sáttur þá skipti hann sér ekkert af fyrirtækinu. Þessi eigandi (sem er einn af ríkustu mönnum í heimi, man ekki nafnið á honum) átti síðan um 10% í sameinuðu fyrirtæki (og var því einn af stærstu eigendum DC, á eftir DC og einhverjum Kuveitum.
Skömmu eftir samrunann vildi hann fá fund með forstjóra DC. Eftir langa mæðu var honum sagt að hann fengi fund þegar forstjóri DC væri í Bandaríkjunum. Ekki gat sá hái herra samt gefið sér tíma þegar til kom.
Eftir nokkuð þref var ákveðið að hann fengi tíma, en hann þyrfti að hitta hann í Þýskalandi. Jújú, þessi stóri hluthafi fór til Þýskalands á tilteknum tíma. Eftir að hafa beðið í klukkutíma eftir forstjóranum var honum tilkynnt að forstjórinn gæti ekki hitt hann, hvorki þennan dag né næstu daga. Þetta er hámark dónaskaparins að hafa dregið mann yfir hálfann hnöttinn á fund, og senda hann síðan til baka án þess að taka á móti honum. Eins og alvöru kana sæmdi talaði hann við sína lögfræðinga og fór að undirbúa málssókn (og var með gott mál að mati ýmissa sérfræðinga á þeim tíma), en þá var loksins hægt að leysa úr málinu.
Þetta var dæmi um hroka sem á ekki að sína neinum, hvorki stærsta né smæsta hluthafa. Ég hef sjálfur orðið var við þennan hroka hjá ákveðinni tegund yfirmanna í þýskum fyrirtækjum, en hann skilar yfirleitt neikvæðum árangri.
Sem dæmi um ranga stjórnun er þá þurfti Ræsir að taka alla Grand Cherokee bíla frá Austurríki, meðan að dollarinn var hagstæður en evran há. Það kom algjörlega í veg fyrir að þeir gætu tekið þessa bíla inn.
Mig minnir að það hafi svo verið í kringum 2001 sem það var ráðinn þjóðverji til að sjá um samskipti við ameríkuþáttinn, og hann fór alltaðra leið (enda líklegast af annarri kynslóð þýskra stjórnenda) og reyndi að nálgast fólk á eðlilegum forsendum.
Annars væri hægt að skrifa heila grein um þennan samruna, og afhverju hann fór svona illa.
JHG