Daginn,

ég er að flytja til Bretlands í haust til að fara í skóla og ætla að reyna að taka bílinn minn með.

Kem til með að búa þarna í svona 7-9 mánuði.

Bílinn er metinn á 750.000, þetta er VW Polo 1999 með 1,4 vél, keyrður 40.000, 5 dyra, 957 KG á þyngd.

Þá kemur spurningin :)

Hvernig er best að flytja hann? Eimskip? Samskip? Norræna? Hvað kostar þetta? Hvað kostar að skrá svona bíl í Bretlandi?

Þið hafið kannski ekki svör á reiðum höndum við þessu öllu en kannski einhver lesi þetta sem hefur reynslu af slíkum útflutningi.

Allar athugasemdir og ráð vel þegnar.

autorelay