Ég er einn af þeim sem standa í ströngu við að breyta og bæta bílinn minn, sem er af gerðinni Renault Megane árgerð 01,1600 vél. Sem er mjög sprækur og skemmtilegur bíll. En ég á í smá vandræðum með að finna flotta aukahluti sem að passa í bílinn. Allstaðar eru menn með hluti í Toyotur, Hondur eða eitthvað í þá áttina. Ég er búinn að fara upp í umboð og þar eru þeir bara með aukahluti í nýja Meganinn. Er einhver sem getur bent mér á flotta hluti sem eru ekki alveg á okurverði.
“Bubbaloo alvöru kúlutyggjó”