Jæja, nú þarf ég að fara að fá mér annað hrísgrjón, en ég seldi litla súzuki hrísgrónið um daginn. Transaminn er að verða svo fínn eftir heilsprautun að ég tími ekki lengur að nota hann eins mikið og ég gerði (fúllt að láta skella hurðum í hann). Ég þarf því að redda mér ökutæki til að skottast á (er farinn að nota Blazerinn alltof mikið í bæjarakstur, hann á að vera uppá fjöllum!).
Ég er búinn að vera að skoða nokkrar Carina E 2,0 (ég get ekki farið neðar í afli, 1,6 kemur ekki til greina og 1,8 helst ekki heldur) af árgerðum 1996-1997. Þær eru náttúrulegar misjafnar eins og gera má ráð fyrir af svona gömlum japönskum bílum. Nú vantar mig að vita hvað ber að varast í þeim.
Ég hef heyrt að…:
* Vatnsdælan eigi það til að klikka í mikið eknum bílum
* Rafmagnsrúðurnar bílstjóramegin klikki oft
* Botnar í hurðum séu vikvæmir fyrir ryði
Ég á kannski erfitt með að greina vatnsdæluna (nema að það heyrist mikið í henni) en hitt tvennt er lítið mál að átta sig á.
Er eitthvað fleira sem ég þarf að athuga? Mér skilst að þessir bílar hafi reynst þokkalega, eru einhverjar dýrðar- eða hryllingssögur eða sem þið viljið deila með mér?
Einn af bílunum sem ég hef skoðað er sjálfskiptur. Mér skilst að Toyota sjálfskiptingar eigi að duga eitthvað (er að reyna að yfirvinna fordóma gagnvart japönskum sjálfskiptingum), hefur einhver hér reynslu af því?
JHG
P.s. hafið engar áhyggjur, þrátt fyrir smá stundarbrjálæði þá slær mitt GM hjarta ennþá af miklum krafti :)