Sæl/l danjak.
Loftþrýstingur í dekkjum fer eftir þyngd bílsins og stærð dekkjanna. Venjulega stærri dekk miðað við þyngd = lægri loftþrýstingur.
Ef þú ert í vafa, þá er til gamalt húsráð, sem byggist á því að fara á slétt malbik, og kríta yfir allt munstrið á dekkinu. Því næst keyrirðu örfáa metra áfram og skoðar hvar krítin fer af dekkinu. Ef krítin fer bara af hliðunum, þá er oflinnt í dekkinu, ef krítin fer bara af miðjunni, þá er ofhart í dekkjunum, en ef krítin fer jafnt af öllu dekkinu, þá er kominn réttur þrýstingur í dekkin.
Kveðja habe.