Ef vökvastýrið lekur þá eru svona galdraefni bara tímabundin lausn, sem oftar en ekki er gagnslaus (og gerir stundum meira ógagn en gagn). Það sem þú þarft að gera er að finna lekann og gera við það.
Lekinn getur verið í dælunni, slöngnum eða í maskínunni.
Ég lenti einu sinni í því að hosan sem fór frá stýrismaskínu að dælu (lágþrýstings) var farin að leka. Það þurfti ekki annað en að taka af henni 2 cm og setja aftur uppá.
Ég efast um að dælan leki (allt getur samt gerst) en pakkningar og fóðringar í stýrismaskínunni gætu verið farnar að slappast. Það er líklegast hægt að kaupa kit í hana, og skella í (eða fá einhvern til þess).
Þú skalt því byrja á að greina vandann, þá er miklu auðveldara að leita af lausn.
Gangi þér vel,
Kv. JHG