Sælir. Kannast ekki einhver hérna við fiat panda? Ég held nefnilega að þeir séu 4x4, var að velta því fyrir mér hvernig vélar eru í þeim og svona hvernig þeir hafa reynst hérna á Íslandi. Endilega segið frá ef þið vitið eitthvað um þessa bíla!
Þetta eru frábærir bílar - þeir voru til 4X4 og voru galvaniseraðir þannig að þeir endust ágætlega.
Félagi minn átti svona bíl nýjan, þetta var óstöðvandi og ef svo ólíklega vildi til að hann festist, þá var bara farið út og bíllinn færður með handafli, það var lítið mál fyrir tvo menn að lyfta honum á framhornum og færa!<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
þessir bílar eru geggjaðir, skítléttur og bara snilld, ekki skemmir fyrir að þetta var samstarfsverkefni Steyr Daimler Puch og Fiat, þannig að um vandaðan “Fiat” er að ræða… magnaðir kaggar!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..