Mér finnst þetta bara vera fordómar hjá þér, að vélar geti ekki hljómað vel ef þær eru tölvustýrðar. Það gæti þá frekar munað um blöndunga eða innspýtingu ef eitthvað er. Bandarískur bílaiðnaður átti nú nokkur góð ár eftir ‘68 og ég hef heyrt slatta af síðari tíma amerískum V8 og finnst þær almennt hljóma vel.
Vélar mega alveg eyða miklu í dag, það eru bara harðari mengunarstaðlar í gildi. Þessir staðlar fóru hrikalega með vélarafl á sínum tíma, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það er líka ansi stór alhæfing að tala um að allar nútíma vélar séu bara karakterlausar. Flottustu hljóð sem ég hef heyrt í bílvél (því miður bara á upptöku) koma frá tveimur bílum, annars vegar frá BRM MkII V16 ’53 og hins vegar McLaren F1 '91. Þetta eru gerólíkar vélar frá gerólíkum tímabilum, en þrátt fyrir það eru hljóðin nokkuð lík. Bæði guðdómleg!
Ég minntist áðan á Rover V8 í TVR Griffith 4.3, en það er upprunalega Buick hönnun (frá hér um bil 1960?). Snemma á 10. áratugnum hefur þetta varla verið þróaðasta vél í heimi og, mengunarstaðlar eða ekki, er með alvöru hrátt V8 hljóð. Hefurðu einhverntíman heyrt í M-B AMG SL55? Grodda V8 sánd, en samt allt tölvustýrt og sætt. Dúndurkraftur líka.
Það er samt eitt sem mig langar að prófa, sem er orðið sjaldgæft í dag; hátjúnnaða blöndungsvél. Hljóðið í blöndungsvélum er víst óviðjafnanlegt, en næmni inngjafar jafnvel magnaðri. Lotus Elan Sprint myndi duga fínt takk :)<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font
já já, þetta gæti kannski hljómað sem fordómar, og ég var náttúrulega að alhæfa svolítið. en þessi mótor er bara aðalega draumur hjá mér, því að hver vill ekki fá gamlan mustang spyr ég nú bara, og svo hljóðið sem að þú ert að tala um með blöndung, held ég að sé þetta “glugg” hljóð sem að heyrist í mörgum gömlum V8 vélum, því að það hljómar í það minnsta eins og loft og vökvi séu eitthvað að gutla saman :D
en allavegana fynnst MÉR leiðinda hljóð í nútíma F1 vélum, en þessi þarna 1991, í henni hef ég alldrei heyrt, því að ég var það ungur þegar þeir bílar voru í notkun að ég kunni varla að tala :P
en ef ég hef móðgað einhvern vil ég biðjast velvirðingar á því.
en eitt við Ford vaff áttuna er það að hún hljómar lýkt og hún muni toga slatta, og þar sem að ég hugsa svolítið mikið í jeppum vil ég tog :P
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
0
Engin móðgun, þetta eru réttmætar skoðanir, en mín skoðun er að þín skoðun sýni smá þröngsýni, þú skilur? ;)
Þessi McLaren F1 er götubíll, þ.e. hinn frægi McLaren ofurbíll. BRM MkII var hins vegar Grand Prix (formúlu) bíll.<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font
0
já já, auðvitað getur þetta flokkast sem þraungsýni, en ég flokka þetta þannig að ég sé sérvitur, og það er ekkert að því að vera sérvitur er það? :P
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
0
Nei, alls ekki :)<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font
0
hélt ekki<br><br> ‮ það er bara flott að hafa undirskriftina ‮
‮ afturábak D:
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
0
“því að hver vill ekki fá gamlan mustang spyr ég nú bara”
Ekki ég - voðalega lítið spenntur fyrir þessum bílum. Meira fyrir Charger t.d.<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0