Fyrir not hér á Íslandi þá er þetta aðallega spurning um útlit. Það er rosalega flott (finnst sumum allavegana) að vera með svakalega stórar felgur og gúmmí sem er lítið efnismeira en teygja utan um hana. Á vegum eins og við erum með þá verða þessir bílar stundum nær ókeyranlegir.
Ef bíll er rétt upp settur, með stífa og góða fjöðrun þá þarft þú ekkert að vera með svakalegar felgur og lágan profile til að hann komist vel í gegnum beygjur. Að sama skapi þá bæta Low profile dekk ekki fyrir leiðinlega fjöðrun.
Orginal felgurnar á Transaminum mínum eru 15 tommur og dekkin að framan 235/60R15 en að aftan 255/60R15. Bíllinn er hannaður miðað við aksturseiginleika (annað en margir sem ekki þekkja til halda) og liggur eins og tyggjó í beygjum.
Ég á líka orginal 16 tommu felgur sem fara kannski einhverntíma undir, en verðmunur á togleðri fyrir 15“ og 16” er mikill (að maður tali ekki um ef þú ert með enn stærri felgur). Sem dæmi þá kostaði stykkið af BFG 235/60R15 í kringum 10-12 þúsund í fyrra sem getur ekki talist mikið.
Ástæða þess að æðið að hafa stærri felgur byrjaði var ekki beygjur heldur bremsur. Þegar ABS kerfið var að byrja þá fóru menn að leika sér með stærri diska. Til að koma þessu dóti skikkanlega fyrir þá varð að stækka felguna. Á móti varð svo að minnka togleðrið. ABS búnaður var yfirleitt boðinn í dýrari útfærslum af bílum, og þeir voru þá með stærri felgur af fyrrgreindum ástæðum. Almenningur sá að sportlegri og dýrari (og flottari bílar) voru yfirleitt með stærri felgur, svo að þær fóru að þykja nauðsynlegar í sportbílum.
Að ákveðnu marki finnast mér stærri felgur koma vel út (ég er ekkert öðruvísi en hinir sauðirnir) en þegar þetta er farið að líta út eins og hestvagn úr villta vestrinu þá er mér nóg boðið!
JHG
P.s. Formúla 1 bílar eru með helling af togleðri utan á sínum felgum og það virðist ekkert há þeim í beygjum :/