Sælir
Ég veit ekkert um bíla, hef aldrei verið í að gera neitt við þá og er algjör byrjandi að öllu leyti. En hér er vandamálið mitt:
Um daginn þegar var brjálað veður þá hættu rúðuþurrkurnar mínar að virka. Ég fór að skoða þetta og þá sá ég að armurinn sem tengir rúðuþurrkumótorinn við rúðuþurrkurnar hafði losnað af mótornum. Ég gat smellt honum aftur á, ég sá ekki að það væri nein önnur festing en það, það er svona pinni eða hnúður sem stendur útúr mótornum og svo er hola í stönginni sem maður setur hann í. Þetta dugði en svo fauk þetta aftur og núna er þetta aftur og aftur að gerast og helst mjög stuttan tíma. Hvernig er best að laga þetta, þarf maður að kaupa eitthvað nýtt stykki í arminn til að þetta sé þéttara eða getur maður fest þetta almennilega á einhvern einfaldan hátt?
kv.
Eina