Berlinetta Boxer og Testarossa bílarnir höfðu flat-12 og á sama tíma, gróflega, var eitthvað af kappakstursbílum með flat-12 líka, a.m.k. formúlabílarnir held ég.
Flat-12 vélarnar finnst mér alltaf hljóma mun betur en V12 vélarnar þeirra.
BTW. Með TVR áreiðanleikan, þá fer tvennum sögum af þessu og maður veit ekki alveg hverju á að trúa. Ég held að bílgerðin og vélargerðin skipti ákaflega miklu máli i þessu. Sömuleiðis að vita hvað maður er að kaupa. Chimera er ábyggilega einn traustasti TVRinn með Rover rokkinn og þróaðri en Griff, en Griff er bara loðnari, ópraktískari og meira spennandi.
Af nýju bílunum held ég að Tamora/T350 serían sé traustari en annað frá þeim, enn og aftur er reynslan meiri þegar þeir eru hannaðir og smíðaðir og mér skilst að vöndunin í T350 sé til fyrirmyndar. Þá er bara málið með Speed Six vélina; það voru byrjunarvandamál með hana, en svo lengi sem þú getur staðfest að hún sé framleidd eftir að þau voru löguð, eða a.m.k. fengið viðeigandi yfirhalningu, ætti þetta ekki að vera horror.
Bíllinn sem ég myndi halda mig frá væri Cerbera V8. Flókin rafeindabúnaður, vélin sem þeir hafa framleitt minnst af (reyndar þó með góða kappakstursreynslu svo það gæti verið OK) og líklega bíll sem hefur tiltölulega verið lítið framleitt af.
Ótrúlegt hve mikið er hægt að pæla í TVR, eins og þetta er lítill framleiðandi. Enda nánast dýrka ég Wheeler og TVR. Smíða nánast allt sjálfir, engar neytendakannanir eða kjaftæði. Búa bara til bíla eins og þeim finnst þeir eigi að vera.<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font