Fyrst átti þetta að vera svona retro-thingy. Endurtekning á 240Z eins og þegar að VW endurgerði bjölluna. Nissan sýndi hugrekki og hætti við það og ætlar að gera bara nýjan Z bíl sem samræmist concepti 240Z og líst mér mjög vel á þann bíl. Kominn tími til að Nissan tæki sig til í andlitinu hvað varðar hönnun. Þetta eru upp til hópa eindæma ljótir bílar sem þeir gera í dag.
tek undir orð mals, samkvæmt myndum af nýja Z bílnum (kemur þó ekki út fyrr en 2003 eða 2004) þá er þetta viðbjóðslegur bíll! Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi japanskra sportbíla en þetta er hreinn viðbjóður, útlitslega séð.
Ef ég man rétt voru myndirnar af nýja Z bílnum ekki slæmar. Það eru hinir bílarnir frá Nissan sem duttu úr ljótleikatrénu og rákust á allar greinarnar á niðurleiðinni :)
Pabbi minn átti Datzun 260Z 2+2 74árg,2,6l línuvél 2 torar 165din hö,sá bíll gat kveikt í afturdekkjunum og er eini japanski bíllin sem ég mun hafa vott af áliti af. þannig að jú ef það væri einhver grjónadolla sem ég væri hrifinn af þá er það z-línan frá nissan
Það var 240Z bíllin sem þótti vera snilld en 260 bíllinn einmitt var upphafið á hnignun Z línunnar sem lagaðist ekki fyrr en með seinni útg. 300ZX Twin Turbo.
260bíllin er nú skemmtilegari en 240 kraftmeiri og un meira tog a.t.h þetta var 74árg eþtta var ekta bíllin aðeins einn af 4 sona í evrópu á sínum tíma þetta var ekkert líkt bílunum um 80 og þá
Ég veit ekki meira um þessa gripi en það að mig langar í 240Z og almennt er samþykkt að strax hafi fókusinn horfið úr þessum bílum þegar þeir urðu 2+2. Kraftur og tog er ekki það sem gerir sportbíl. Spurðu bara þann sem hefur reynt að kljást við Lotus Elan eða Renault Clio Williams á erfiðum vegi.
þessi Z verður allfeitur sýnist mér bara.. byggður á sama grunni og væntanlegur R35 Skyline, inniheldur 3.5v6 260hestafla vél og á að leysa af hólmi bæði 200 og 300 ZX.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..