3 dyra er til í 4 gerðum.
1.4 LX
1.6 SLX
1.6 SR
2.0 GTi
Ég átti einu sinni 1.6 SLX, hann var mjög fínn. Alls ekki kraftmikill, en í þessi 2 ár sem ég átti hann, bilaði hann aldrei. Hann var c.a árgerð '92, eða c.a 7 ára þegar ég eignaðist hann.
Þessir tveir síðastnefndu eru þó vinsælli hjá strákum (og stelpum).
1.6 SR er frábrugðinn 1.6 SLX að því leyti að hann hefur “sport” innréttingu með betri sætum, sílsakitt að framan og á hliðum, spoiler á skottloki, kastara í stuðara, samlitaða hliðarspegla, stærri felgur og öðruvísi fjöðrun að mig minnir.
2.0 GTi hefur allt sem SR hefur, auk þess að hafa stærri og mun öflugri vél og allt sem því fylgir (sterkari kassa ofl.), Topplúgu, ABS ofl.
Þetta er svona það sem ég man eftir.<br><br>____________________
<a href="
http://haukur.hot.is/">
http://haukur.hot.is/</a