Sælir samhugarar.
Maður skoðar ekki greinar á huga án þess að sjá einhver merki um skítakast og leiðindi, hvers vegna?
Nú útaf því að það sem viðkomadi var að skoða var ekki alveg eftir hans höfði og/eða særandi á einhvern hátt.
EN ef við erum ósátt við eitthvað hvers vegna skítakast og/eða hreinlega SÆRANDI orð?
Ég sendi inn kork um daginn með link (hlekk fyrir ykkur sem viljið íslenku) á mynd þar sem það er Hummer að keyra fyrir kíttaða Hondu Civic, þetta var allt bara sent í saklausu gríni.
EN það kom eitt svar þar sem einum líkaði greinilega ekki þessi korkur því hann tók því þannig að ég væri að stimpla alla sem ættu Hondu að þeir væru FM Hnakkar.
EN það kom fram á myndinni að þetta væri ANTI-RICE síða.Svo mér var bara sagt að steinþegja 2x.
Og fór að spá í af hverju viðkomandi gat ekki bara sent mér kurteis skilaboð um það að ég mætti hafa orðað korkinn öðruvísi og honum líkaði ekki það sem ég sagði og það að það væru ekki bara FM Hnakkar á Civicum.
Ég sendi honum skilaboð og svaraði svari hans á korknum og benti honum á það að mér þætti svona leiðindi óþörf. Og bað hann afsökunar á því að særa hann með korknum eða reita hann til reiði.
Svo nú bið ég ykkur að hugsa ykkur um áður en þið svarið greinum eða korkum. OG að biðja einstaklinga sem eru með leiðindi að hugsa sig um áður en þeir svari korkum eða greinum.
HÆTTUM DÓNASKAP
Kveðja Atli Þór (Geysir)