Jæja, á leiðinni heim úr skólanum í dag þá var næstum keyrt inn í mig.
Ég var að aka eftir Vesturlands veginum og var á miðju akgreininni, þegar ég kom að esso stöðinni sem er við veginn þá ákvað leigubíll sem var á vinstri akreininn að skipta um akrein allt í einu(Þetta var um svona 5 leitið) hann slepti því að gefa stefnuljós og ætlaði bara beint inn á mína akrein og inn í mig þar sem ég var akkurat hliðina á honum.
Ég beygi í burtu og flauta á hann og þá kippist hann til baka þannig að ekkert gerðist.
En það er eins og stefnuljósin séu orðin tilgangslaus þar sem aðeins nokkrir nota þau og eru það flestir sem eru ný komnir með prófið.
Það er víst lögbrot að nota ekki stefnuljósin en þeir lögreglu bílar sem ég hef séð í umferðinni nota oftast ekki þessi ljós.
Það er eins og að margir hugsi að fyrst að aðrir noti þau ekki þá er óþarfi fyrir mig að nota þau.
Ég sjálfur hef fengið nóg að því að vera á eftir einhverjum bílum svo allt í einu beygir hann, lögreglan á að taka harðara á þessu reyndar á hún að taka á þessu yfir höfuð.
Ég veit að það kunna allir að nota þessi ljós þetta var nú kennt í ökuskólanum.
Það er einnig sagt með stefnuljósin að þeir sem noti þau séu gáfaðari en aðrir sem noti þau ekki.
Hvað ætli fólk sé að býða eftir…. stærsta bíl slysi í sögu íslands.


Hvað finnst ykkur annars að það ætti að gerast með þetta?
Ljósin tekin af bílum eða að lögreglan byrji að taka fólk fyrir þetta og sekti fólk?

Verum ekki heimsk, notum stefnuljós.