Ég var svona að spá í “kit” bíl,,, hvernig er að fá svoleiðis samþykkt í skoðun, hversu mikin peningur fer í að nýskrá bíl?
málið er að ég hef heyrt sögur um hversu mikið vesen er að fá kerrur skráðar, einhver nýsmíða gjöld og tollar og skattur ofan á skatt.
hversu mikið vesen ætli það sé að koma þá bíl í gegnum sama program eða gæti það borgað sér að flytja inn svona bíl smíðan í öðru landi og skipta um númer og skrá hann sem nýjan bíl?
Það er auðvelt að smíða sér bíl í svíþjóð og bretlandi, talandi ekki um bandaríkinn, þar eru lögin gerð með það í huga að hobby menn geti dundað sér eitthvað í bílskúrnum heima hjá sér, líka að í þessum löndum eru bílarframleiðundur.
T.d. í svíþjóð þá eru tveir hópar sem svona bílar flokkast undir, breyttir bílar (bílar sem eru s.s. framleiðslu bíla breyttir) og áhugamanna (amatörbyggt fordon er það á sænskuni) smíðaður bíll.
Maður smíðar bílinn eða breytir honum í bílskúrnum, nær sér í lítið plagg, skrifar á það og borga einhver gjöld (minnir að það séu rúm 35 000 íslkr) og bíllinn er kominn.
Sama gildir um ef maður smíðar mótorhjól.
Ein spurning að lokum, hvað eru margir “kit” bílar á íslandi í dag, bara ef einhver veit?
kv. sweettone
If you take more than your fair share of objectives, you will get more than your fair share of objectives to take.