Ég held að það hafi verið Ford sem kom með bíl hannaðann fyrir konur á sjötta áratug síðustu aldar (eða réttara sagt módel úr annari línu). Hann seldist sama sem ekki neitt og varð algjört flopp.
Það væri gaman að sjá hvaða búnaður það er sem þær vilja meina að konur vilji sérstaklega, en það getur vel verið að sá búnaðir ætti þá að vera aukabúnaður í öðrum tegundum.
En eitt lýst mér hörmulega á, það er að það er ekki hægt að opna húddið. Það er gert ráð fyrir því að konur séu svo bjargarlausar að þær þurfi að fara á verkstæði með hvað sem er. Það á víst ekki að þurfa að skipta um olíu nema á 50.000 km fresti, sem er í sjálfu sér gerlegt með nýjustu vélum, góðum olíum og hreinum vegum. Það breytir því ekki að oft þarf að athuga olíumagn og bæta á (eðlilegt að mótor taki smá olíu).
Einn félagi minn keypti nýjann VOLVO fyrir ca. 2 árum. Hann las í bækling að hann þyrfti ekki að skipta fyrr en eftir 15.000 (að mig minnir). Eftir rúma 7 þúsund kviknaði olíuljós, þá vantaði töluvert á hann. Umboðið sagði honum að þó að hann þyrfti ekki að skipta þá þyrfti hann alltaf að fylgjast með magni (sem er eðlilegt).
Þegar bílvél eldist þá fara þær oft á tíðum að þurfa meiri olíu vegna eðlilegs slits. Þessir bílar munu þá þurfa mjög dýrt viðhald þar sem að þú þarft alltaf að fara til sérstakra tæknimanna til að bæta á, í stað þess að nú geta þær látið bensínafgreiðslumann bæta á um leið og fyllt er á tankinn. Líklegra er að þegar bílarnir fara að verða gamlir þá verði þeir óseljanlegir og verði hent.
Þó að sumar konur (og karlar) vilji ekkert vita af því sem gerist ofaní húddinu þá er hellingur af þeim sem standa okkur ekkert að baki (og jafnvel framar).
Þannig að mitt álit er að það getur verið að einhverjir hlutir megi vera mismunandi en grunnþættir eins og aðgengi að mótor þurfi að vera eins.
JHG