Ég veit ekki til að ég hafi yfirleitt fullyrt neitt á þessum þræði. Sú staðreynd að ég veit ekki hvernig er búið um rafgeymi í TVR hindrar mig í að vita hvort fyrirkomulagið er eitthvað óvenjulegt. Því spurði ég út í bláinn hvort kaplarnir gætu verið hugsaðir til að henta betur vegna plastyfirbyggingar.
Það er nú svo með TVR að þeir eru oft nokkuð ólíkir „venjulegum“ bílum. Ef þú kíkir á <a href="
http://ourworld.compuserve.com/homepages/shpub/Griff_Chimp_sample.html“>þessa vefsíðu</a>, geturðu séð að TVR Griffith og Chimera hafa rafgeyminn í fótarými farþega. Þetta fannst mér augljóslega stór merkilegt, enda hafði ég ekki heyrt um þessa sérvisku áður. Ég gæti ímyndað mér að það þyrfti kapla í lengri kanntinum til að ná með góðu móti í rafgeymi sem er þar.
Ég kíkti á mynd af vélarrými TVR Cerbera Speed Six og gat hvergi séð rafgeymi á henni, svo í þeim bílum er fyrirkomulagið væntanlega óhefðbundið líka. Hugsanlega í skottinu, eins og ég hafði látið mér detta í hug.
Ég er augljóslega enginn snillingur í bílarafmagni, en vitandi hve sérviskulegir TVR geta verið, er ekki fráleitt að láta sér detta í hug að þeir hafi einhverja sérvisku í kringum rafgeyminn líka og til að elta þá sérvisku sé betra að hafa sérstaka kapla.<br><br>-
”Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.“ - mutant.
<font color=”white">FNORD</font