Jæja, sælir. Enn og aftur ætla ég að tuða eitthvað hér og núna er það um þessa hraðbrautahugmynd.

Ég svaraði þessari könnun, já já það yrði ágætti, en þar með er ekki öll sagan sögð.

Ég væri mjög svo til í að geta keyrt út um allt á 150 km/h. Hefði bara nokkuð gaman af því, en hvernig er það með alla hina? Gamla fólkið, mömmu mína og aðra sem vilja frekar frekar keyra hægar heldur hraðar. Þetta myndi tvímælalaust skapa hættu.

En gefum okkur það að öll þessi mál séu leyst og allt er gott. Þá rekumst við á annað mál.
Hvert liggja, og hvar eiga, þessar hraðbrautir að vera?
Ég get ekki séð það að það séu margir staðir sem þurfi á þessu að halda. Kannski út á flugvöll (kem að því seinna) og norður á akureyri. Allavegana ekki hér inni í bænum.

Af hverju ekki hér inni í bænum? Jú einfaldlega vegna þess að það eru ekki nógu miklar vegalengdir til að það taki því. Gæti verið sniðugt að hafa hámarkshraðann í ártúnsbrekkunni og miklubraut 120, ÞEGAR að búið er að gera mislæg gatnamót hjá Kringluni, Grensás og Háaleitisbraut.

Úti á landi:
Þar væri hellst sniðugt að vera með 2 akreinar í hvora átt leyfa 140-150 á sumrin en hafa vetrarhraða 110-120.
Hér kemur aftur á móti sá galli að slíkar framkvæmdir eru ofsalega dýrar og illframkvæmanlegar.
Ég sé ekki fyrir mér hraðbraut norður…
Hinsvegar eru tvær götur sem mér finnst að hækka eigi hámarkshraðann með bættum vegum og það er suður til keflavíkur og til hveragerðis.
Þegar tvöföldunin til kef verður tilbúinn held ég að með tímanum verði hámarkshraðinn hækkaður. Ég á alveg eins von á því að sú gata verði eins og hinar hraðbrautirnar í evrópu.

Til hveragerðis:
Þangað finnst mér líka að hækka eigi hámarkshraðan vegna þess hversu góður vegurinn er. Sumstaðar þarf þó að bæta áður en hækkunin fer fram.



Niðurstaða mín:

Klára keflavíkurveginn og hækka þar í c.a. 140 með lámark í 80/90 (og svo eftir veðri auðvita)

Gera ártúnsbrekku/vesturlandsveg/miklubraut að 120 svæði og hafa það ljósa laust.
Hringtorginn í mosó eru ekki fyrirstaða. Var í englandi þar sem var 70 mph og hringtorg á 500m fresti ef þurfti.

Hitt allt er í nokkuð góðum málum. Mætti kannski athuga að nokkrar 60 götur yrðu 70 en annars er þetta ágætt.

Ívar stafsetningarhaus.