Loksins kom að því að maður fékk að sjá RX-8 með eigin augum hér á landi. Að því er ég best veit eru alla vega tveir bílar þegar komnir til landsins en ég leit á annan þeirra í síðustu viku og verð að segja að þetta er einn mest spennandi bíll sem ég hef séð leeeeengi. Var búinn að skoða fullt af myndum og specs á netinu og varð alls ekki fyrir vonbrigðum!
Útfærslan að innan var líka algjörlega að mínu skapi… bíllinn passar eins og hanski þegar maður er sestur undir stýri og leðursætið grípur um mann. Meira að segja eru aftursætin rúmbetri en ég átti von á þótt afturdyrnar séu ekkert til að hrópa húrra fyrir (nema hönnunin náttúrulega). Ég er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun þegar ég leit ofan í húddið og svo var vélin sett í gang og 230 hestafla Rotary hjartað sló :D
Spurning hvaða bílar eiga að vera í samkeppni við RX-8 og þó að Imprezu hafi oft verið stillt upp gegn honum þá er þetta einfaldlega allt annar bíll - frágangur á öllu er alveg klassa fyrir ofan svo ekki sé nú talað um hönnun. Var reyndar hræddur um að Ræsir myndi kýla upp verðið á honum en ég sá að þeir eru komnir með verðlista á heimasíðuna og samkvæmt því á fullhlaðinn bíll með stærri vélinni að vera á 3,8 milljónir og ódýrasta týpan á 3,2. Ef hægt er að tala um góð kaup fyrir rúmar 3 milljónir þá myndi ég segja að RX-8 væri í þeim flokki. Vonandi fer nú Land Cruiser þjóðin að átta sig á því að það er hægt að fá almennilega bíla með karakter hérna.
Því miður gafst mér ekki færi á því að aka bílnum þannig að ég bíð alveg viðþolslaus eftir því. Vildi samt létta aðeins á mér hérna þar sem ég veit að margir hafa verið að bíða eftir því að þessir bílar færu að sjást á landinu.
ps.
eru ekki einhverjir sem luma á góðum greinum eða bara skemmtilegu röfli… það hefur verið voðalega rólegt hérna undanfarið.