Ef þetta eru litlir blettir þá er best að vera með byssu sem einangrar við boddýið. Þá notar þú sandinn miklu betur og puðrar honum ekki útum allt.
Annars þarftu frekar fátt, sandblástursbyssu (eða hvað sem það er nú kallað), loftslöngur, góða loftpressu (óþolandi að vera með of litla), rafmagn og sjálfsögðu sand. Það er hægt að kaupa fokdýrann sandblásturssand í Orku (lítil dós) eða kíkja í Fínspússningu og kaupa stórann poka fyrir minni pening.
Stundum er nauðsynlegt að komast á bakvið þann stað sem skemmdin er á til að loka af.
Sumir hafa góða reynslu af Rust Converter sem fæst í Bílanaust. Þá pússar þú grófasta ryðið burtu, berð þetta sull á, lætur harðna og málar svo yfir. Ég hef prófað þetta og hef ekki alltof mikla trú á þessu, en ég þekki menn sem segjast hafa notað þetta í mörg ár með góðum árangri.
Annars væri fróðlegt ef einhverjir hér hafa meiri reynslu af svona gætu tjáð sig um málið.
JHG