Nú seldi ég Galantinn minn um helgina og þá náttla vantar mig bíl þar sem ég er í HÍ og þarf að komast í skólann. Ég hef ekki mikinn áhuga á að fá mér bílalán og því þarf ég að láta peningana sem ég á duga. Er með allavega 360 þús. í peningum og gæti híft það aðeins upp fyrir rétta bílinn.
Þar sem ég hef smá kröfur þá minnkar úrvalið umtalsvert hjá mér. Bíllinn verður að vera í stærra lagi, semsagt fjölskylduvænn og vera mjög sprækur. Svo verður hann náttla að vera sjálfskiptur og líta vel út. Ég er búin að vera að skoða Primerur, Sonötur, Carinur, Accorda, Mözdur 626, Galanta og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að fá mér.
Langar til að prófa þessa Primeru (raðnúmer 180163 á www.bilasolur.is) keyrð 170 þús. 1994 módel. Svo er önnur Primera (raðnúmer 130556) keyrð 148 þús. 1992 módel. Einhver með reynslu af þessum bílum?
Ekki sjens að fá 1993-1995 Carinur nema með 1800 cc vél eða keyrðar yfir 200 þús.
Svo eru til þónokkur eintök af Sónötum en mjög mismunandi verðið á þeim og gæti maður ekki lent á slæmu eintaki? Hefur einhver reynslu af eldri Sónötum?
Æji ég veit ekki, mér finnst þetta vera algjör frumskógur að kaupa sér bíl og mér þætti vænt um ef einhver gæti kommentað á þetta val hjá mér. Nú og ef þið eruð að selja bíl sem passar við lýsinguna hjá mér að senda mér skilaboð. Hef samt ekki áhuga á BMW eða Benz eða eitthvað svoleiðis, eru ekki svo dýrir varahlutir í slíka bíla?
Kveðja,
IceCat
<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h