Ég hef oft verið að spá í því, hvað það er í rauninni lítið sem er í boði fyrir aksturáhugamenn. Ef þú ert ekki það heppinn að eiga eitthvað sérsmíðað aksturstæki, þá er í rauninni aðeins eitt sem þú getur tekið þátt í, og það er kvartmílan. En það er alls ekkert gaman að keyra bara einhverja beina braut, þar sem gamanið er búið eftir 16 sek. Sérstaklega kannski þar sem margir eru á bílum sem eru ekkert “öfga” kraftmiklir. Þú færð næstum ekkert kikk út úr þessu. Mér fyndist það mjög sanngjarnt að einhver ákveðinn vegur, eða vegir sem liggja í hring, væru lokaðir kannski eitt ákveðið kvöld í viku.(yfir sumartímann). Fyndist ykkur ekki mikið meira gaman að geta keyrt hratt í beygjur og kannski 2-3 hringi í einu í staðinn fyrir að botna bílinn einhverja lásí 400 metra og svo bara búið? Það er hægt að gera það á milli hverra einustu ljósa í Reykjavík!
Ég legg til að þeir sem hafa áhuga myndu útbúa undirskriftalista sem væri svo sendur til Lögreglunnar, og kannski til fleiri aðila sem þyrftu að samþykkja svona tillögu.
Mér fyndist sanngjarnt að nokkrum götum niðri á granda væri lokað eitt kvöld í viku í sumar til þess að hægt yrði að fá útrás fyrir akstursáhugann. Og það án þess að eiga á hættu að lögreglan sé að sekta menn eða svipta þá skírteininu.
_________________________________________________